Ertu manneskja sem vökvar gras annarra?

Við erum alltaf í leit að gellum sem eru gellum í alvöru bestar.

Teymið okkar (brand ambassadors) samanstendur af konum sem elska að æfa og vinna að því að verða betri útgáfur af sjálfum sér en fyrst og fremst vera kona sem er drifin af því að styðja aðrar konur og vilja til að gera samfélagið okkar að skemmtilegasta og stuðningsríkasta staðnum til að vera á.

Við setjum engar kröfur á fylgjendur, útlit, stöðu eða staðsetningu. Við gerum kröfur á að teymið okkar séu góðar manneskjur, sem eru til í að stuðla að betri lífsstíl með aðferðum forritsins og vera grunnurinn að góðu samfélagi. Gellurnar okkar eru háværasti og besti stuðningurinn sem er þar inni.

Teymið okkar sækir viðburði frítt eða á betra verði, fá frían aðgang að ELLO, afslætti í fríðindaklúbbnum, fá tækifæri til að taka þátt í myndatökum og eru partur af innri hring fyrirtækisins.